English

Félagiđ

Ađstađa

Dróttskátar

Ernir

Fundartímar

Rekkaskátar

Skeifan

Smáfólk

Fréttir

Myndir

Tenglar

Hafđu samband
Miđvikudagurinn, 10. desember 2014,
Drekaskátafundi í dag 10. des aflýst vegna veđurs,

Drekaskátafundi sem vera á í dag kl. 17.00 hefur veriđ aflýst vegna veđurs og fćrđar. Búiđ ađ senda tölvupóst á alla og SMS á ţá sem ekki svöruđu tölvupósti. Ţetta var síđasti fundur fyrir jól ţannig ađ viđ erum komin í jólafrí međ fundina en á morgun á ađ vera fjölskyldujólaleikur uppi á Hömrum kl. 17.00.

Hvetjum alla til ađ mćta ef veđur leyfir;)

Óskum drekaskátunum okkar gleđilegra jóla og hlökkum til ađ byrja nýtt skátaár!

Kveđja
Ásgeir og Ólöf

Föstudagurinn, 21. nóvember 2014,
Sígrćnu jólatrén,

Skátafélagiđ Klakkur selur jólatré
Skátarnir hafa selt Sígrćna jólatréđ síđan 1993 í fjáröflunarskyni. Jólatrén eru sérlega vönduđ, međ 10 ára ábyrgđ og ţykja međ ţeim fallegustu á markađnum. Hćgt er ađ kaupa Sígrćnu jólatrén ađ Hömrum útilífsmiđstöđ skáta Akureyri. Sala hefst 27 nóvember. Hćgt ađ skođa uppsett tré á stađnum. Upplýsingar í síma 843-0002
Sígrćna Jólatréđ er framleitt skv. okkar fyrirmćlum ţannig ađ ţađ líkist sem mest Normannsţini sem Íslendingar ţekkja vel
Efniđ sem notađ er í Sígrćna Jólatréđ er ţykkara (bćđi vírinn og plastiđ) en á flestum öđrum trjám og er jafnframt eldtefjandi og grípur ţar međ ekki loga sem ađ ţví kćmi. Ţykkara plast ţýđir m.a. ađ greinarnar leggjast síđur flatar í geymslu milli jóla og tréđ virkar eđlilegra ţegar komiđ er viđ ţađ.
Trén eru međ 10 ára ábyrgđ og hćgt er ađ fá hjá okkur varahluti ef einhver hluti ţess skemmist eđa týnist.
Sígrćna Jólatréđ endist vel á annan áratug sé fariđ vel međ ţađ, -Sígrćna jólatréđ er ţví mjög skynsamleg fjárfesting!
12 stćrđir, 60 – 500 cm á hćđ
Stálfótur fylgir
Ekkert barr til ađ ryksuga!
Truflar ekki stofublómin
Ekki ofnćmisvaldandi
Íslenskar leiđbeiningar fylgja!
Bandalag íslenskra skáta hefur heimsótt verksmiđjuna í Tćlandi og stađfest ađ börn vinni ekki viđ framleiđsluna.

Verđskrá 2014
Allar upplýsingar í síma 843-0002
Sama verđ og síđasta ár!
Algengar stćrđir
Jólatré 60cm. kr. 4.900
Jólatré 90 cm. kr. 10.900
Jólatré 120 cm. kr. 13.900
Jólatré 140 cm. kr. 15.900
Jólatré 155 cm. kr. 17.900
Jólatré 185 cm. kr. 23.900
Jólatré 215 cm. kr. 32.900

Ađrar fáanlegar stćrđir
Jólatré 500 cm. kr. 339.900 Ekki lagervara á Akureyri
Jólatré 420 cm. kr. 199.900 Ekki lagervara á Akureyri
Jólatré 365 cm. kr. 103.000 Ekki lagervara á Akureyri
Jólatré 305 cm. kr. 80.900 Ekki lagervara á Akureyri
Jólatré 260 cm. kr. 64.900 Ekki lagervara á Akureyri
Jólatré 230 cm. kr. 40.900 Ekki lagervara á Akureyri
Birt međ fyrirvara um mögulegar innsláttarvillur.

Sunnudagurinn, 19. október 2014,
Gilwell-leiđtogaţjálfun á Akureyri,

Helgina 8. - 9. nóvember kemur Gilwell-skólinn norđur til Akureyrar og verđur fariđ í fyrri hluta Gilwell-leiđtogaţjálfunarinnar. Frábćrt tćkifćri fyrir fullorđna einstaklinga í sjálfbođastarfi innan skátahreyfingarinnar.
Ţetta verđur mikil lyftistöng fyrir skátastarf á Norđurlandi og allir velkomnir ađ taka ţátt.
Gamlir Gilwell-skátar eru einnig velkomnir.

Nánari upplýsingar á http://skatamal.is/gilwell-leidtogathjalfun-a-akureyri/
og hjá Ólöfu félagsforingja: olof.jonasdottir@gmail.com

Sunnudagurinn, 7. september 2014,
Fundartímar í vetur,

Ţá fer skátastarfiđ af stađ og fundartímar verđa sem eftirfarandi:

Drekaskátar Miđvikudagar 17:00-18:30
Fálkaskátar strákar Ţriđjudagar 17:00-18:30
Fálkaskátar stelpur Fimmtudagar 17:00-18:30
Dróttskátar Mánudagar 18:30-20:00
Rekkaskátar Mánudagar 20:00-21:30

Veriđ hjartanlega velkomin í skátana.
Búiđ er ađ opna fyrir skráningu á www.skatar.is

Fundirnir verđa uppi á Hömrum

Föstudagurinn, 29. ágúst 2014,
Drekaskátafundir hefjast miđvikudaginn 3. september,

Nú er drekaskátastarfiđ ađ hefjast á ný og verđa fundir á miđvikudögum kl. 17.00 ađ Hömrum. Fundirnir eru í 1,5 klst og eru ţví búnir kl . 18.30. Í september ćtlum viđ ađ hafa gróđurinn sem ţema hjá okkur og nota okkur ţá skemmtilegu ađstođu sem Hamrar og Kjarnaskógur bjóđa upp á til ađ kynnast náttúrunni okkar betur. Viđ hlökkum til ađ sjá sem flesta af ţeim sem voru međ okkur síđasta vetur og bjóđum ný andlit hjartanlega velkomin. Skráning í skátanna fer fram á heimasíđu bandalagsins en tengju á skráningasíđuna er ađ finna hér vinstarmegin á síđunni.
Kveđja
Ásgeir og Ólöf

Eldri fréttir -->

FRÉTTA HORNIÐ
03.03.2015

Á DÖFINNI
Ekkert skráđ nćsta mánuđinn
Sjá alla atburđi